Print
Oct
21

Laxeldi við strendur landsins

Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga (LS) sendi eftirfarandi bréf til Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, í byrjun október þar sem LS kemur fram sjónarmiði sínu varðandi laxeldi í sjó:

Print
Jun
25

Veiðidagur fjölskyldunnar 30. júní 2013

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 30. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni og Kringluvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.  Smellið hér til að opna bæklinginn.

Print
May
30

Samdráttur í sölu á laxveiðileyfum yfir 30%

 

- Veiðileyfasalar óttast algert hrun meðal erlendra veiðimanna
- Samdráttur hjá íslenskum veiðimönnum um 40%
- Verðum að setjast niður með landeigendum og bjarga því sem bjargað verður
- Verðlækkanir verða að koma til framkvæmda strax

Ögurstund er runnin upp á stangaveiðimarkaðnum á Íslandi. Samkvæmt nýrri markaðsúttekt sem unnin hefur verið fyrir LS kemur í ljós mikill samdráttur í sölu veiðileyfa. Samdráttur á besta tímanum er á bilinu 10 – 20% í stangafjölda en þar sem þetta er dýrasti tíminn þá eru fjárhagsleg áhrif enn meiri og lætur nærri að vera um 30% fall í sölu hjá flestum stærstu veiðileyfasölum á Íslandi.

Íslenskir stangaveiðimenn halda einnig að sér höndum og þar mælist samdrátturinn allt að 40% samanborið við sama tíma í fyrra.

Veiðifélög og leigutakar sem rætt var við í tengslum við úttektina sögðu að aðstæður væru fordæmalausar. Kreppan er núna fyrst að koma fram á þessum markaði og á sama tíma er Evrópa í sárum. Ofan á þetta allt bættist mesta hrun sem orðið hefur í íslenskri laxveiði síðasta sumar.

Veiðileyfi á Íslandi eru einfaldlega orðin of dýr í samanburði við hágæða laxveiðileyfi í heiminum . Stangaveiðifélag Reykjavíkur bendir á að veiðileyfi hafi á síðustu 15 – 20 árum hækkað 100% umfram vísitölu og hafi því tvöfaldast að raungildi.

Dæmi um þróunina frá SVFR; Hjónaferð í Hítará árið 1998 á dýrasta tíma kostaði með öllu 120 þúsund krónur. Sama ár kostaði helgarferð fyrir hjón til London einnig 120 þúsund krónur. Nú kostar veiðiferðin í Hítará ríflega hálfa milljón á meðan að Londonferðin er á 180 þúsund krónur.

Viktor Guðmundsson formaður LS
„Landssamband Stangaveiðifélaga vissi að ástandið var alvarlegt en þessi úttekt sýnir og sannar að staðan er verri en við óttuðumst og ljóst að menn hafa hreinlega áhyggjur af vörumerkinu Íslandi í laxveiðinni. Stjórn LS telur að bregðast þurfi strax við en að sama skapi er mikilvægt að allir hagsmunaaðilar komi að því borði og ræði málin með þeim hætti að lágmarka skaðann sem fyrirsjáanlegur er".

Hér er hægt að skoða markaðsúttekt LS á pdf formi.

Nánari upplýsingar veitir Viktor Guðmundsson formaður LS í síma 863 1283