Print
Jun
25

Veiðidagur fjölskyldunnar 29. júní 2014

VEIDIDAGURFJOLSKYLDUNNARVeiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. Smellið VEIDIDAGURFJOLSKYLDUNNAR2014.pdf til að opna bæklinginn.

Print
May
27

Opið bréf til Þingvallanefndar

Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga (LS) sendi eftirfarandi bréf til Þingvallanefndar þar sem LS styður þær breytingar sem gerðar voru á veiðireglum í þjóðgarðinum og hvetur Þingvallanefnd til frekari dáða.

 

Print
Oct
22

Aðalfundur LS 2013

Aðalfundur LS verður haldinn fimmtudaginn 31. október 2103 kl. 20:00 að Árósum félagsheimili Ármanna Dugguvogi 13, Reykjavík.