Print
Oct
21

Laxeldi við strendur landsins

Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga (LS) sendi eftirfarandi bréf til Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, í byrjun október þar sem LS kemur fram sjónarmiði sínu varðandi laxeldi í sjó:

 

Umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson

07. október 2013

Málefni: Laxeldi við strendur landsins

Landssamband Stangaveiðifélag vill með bréfi þessu koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi laxeldi í sjó m.a. vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi.

Landssamband Stangaveiðifélaga leggst alfarið gegn laxeldi í sjó. Nægir í því sambandi að benda á slæma reynslu Norðmanna, þar sem norskar laxveiðiár hafa stór skemmst af völdum laxeldis. Laxastofnar hafa í nokkrum löndum hrunið vegna eldislax. Mikil hætta er á því að sýking í sjókvíaeldi berist í okkar villta laxastofn. Vitað er að öryggi sjókvíaeldis getur aldrei verið fullkomið þannig að lax geti ekki sloppið úr kvíum. Laxastofnar í íslenskum ám hafa verið að ná sér á strik í ár eftir frekar dapurt veiðiár 2012. Íslenskir stangaveiðimenn hafa lagt sitt að mörkum til að vernda og styrkja laxastofninn.  Þeirri góðu aukningu í veiði getur verið stefnt í stórfellda hættu með auknu sjókvíaeldi.  Oft er sagt að náttúran eigi að njóta vafans, það á svo sannarlega við í þessu efni.  Stjórnvöldum ber að fara einkar varlega í veitingu frekari leyfa á sjókvíaeldi á laxi.

Með kveðju,

Viktor Guðmundsson,
formaður Landssambands Stangaveiðifélaga