Print
Apr
11

Neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis – Verndum íslenska laxfiska

Málþing í Háskólabíó 14. apríl 2016

Fimmtudaginn 14. apríl n.k. verður haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Það eru Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga sem standa fyrir málþinginu í samstarfi við Angling iQ. Málþingið hefst kl. 16:10 og mun það fara fram í aðalsal Háskólabíós og er aðgangur að málþinginu ókeypis.

Frummælendur koma víða að en þeir eru:

Orri Vigfússon, formaður North Atlantic Salmon Fund, sem berst fyrir verndun laxastofna Norður-Atlantshafsins.

Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og doktorsnemi í fiskifræðum. Erlendur mun fjalla um umfang og áhrif sjókvíaeldis á norskum laxi í Eyjafirði.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Erindi hans nefnist Áskoranir í íslensku fiskeldi.

Kjetil Hindar, yfirmaður rannsókna hjá Norsk institutt for naturforskning (NINA). Kjetil mun fjalla um erfða- og vistfræðileg áhrif strokinna eldislaxa á villta laxastofna í Noregi.

Fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Málþingið mun fara fram samhliða veiðisýningunni RISE í Háskólabíó fimmtudaginn 14. apríl og mun standa frá kl. 16:10 til kl. 18:30 með hléi.

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Landssambands veiðifélaga, Jón Helgi Björnsson.

Sími: 8933778

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.