Print
Apr
21

Vel heppnað málþing í Háskólabíó.

Málþing LS og LV um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur var haldið fimmtudaginn 14.apríl í Háskólabíói og þótti takast með ágætum.  Haldnir voru fjórir fyrirlestrar og umræður í lokin.

Slóðin á fyrirlestrana er: https://www.youtube.com/channel/UCWmKqS7s4mqXHe9IKfwBgrw

Málþingið sendi frá sér eftirfarandi ályktun:

"Fundur í Háskólabíó 14. apríl 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi.
Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir.
Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám.
Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, hafa nú fengið þessa auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án mikils endurgjalds.
Fundurinn skorar á stjórnvöld að láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna."